sunnudagur, september 11, 2005

jæja þá er komið að þ´vi að maður setjist niður og skrifi aðeins hérna enda orðið svolitið síðan maður hefur skrifað eitthvað af viti ...
ja hvar skal maður byrja .. jo ég hef verið að mála húsið mitt að utan,: þak,veggi, glugga, hurðir og annað sem því fylgir. husið fékk ljósgrán lit í stað þess ljósbláa og svart var sullað á þakið, svo hvítt á glugga og hurðir .. en svo setti ég dökkgrána lit a´sökkulin og súlunar framan á husinu og lika á gluggakistur ... ja þetta kemur bara vel út og voru nágrananir mjög ánægðir með þessa framtakssemi í mér og stoppuðu oft fyrir utan húsið og spjölluðu við' mig meðan ég var að mála gluggana og framhliðina.. ja og ekki hafa þeir verið iðnir við að spjalla við mig svo það var eitthvað nýtt...
ja svo átti ég jú þarna afmæli í vikuni .. bara 30 +10 ára svo það er víst merkur áfangi útaf fyrir sig .. og hélt ég smá kvöldkaffi fyrir vini og vinnufélaga og svo auðvitað fékk maður pakka eins og sönnu afmælisbarni sæmir .. hehe.... en blessuð amma mín kvadi þessa veröld sama dag og ég átti afmæli ... svo ég er að fara til íslands nuna á fimmtudag til af fara í jarðarför hennar vestur í Ögri og verður hun jörðuð þar við hliðina á afa á laugardaginn..
ja og svo maður ætlar að reyna nota ferðina lika til að kikja á vini og ættingja í leiðini en sumir verða þó að afsaka það ef maður hefur ekki tíma til að koma við hjá þeim því það tekur simm tíma að fara vestur og suður aftur og svo stoppar maður stutt þetta skiptið á íslandi ...
ja svo hvað meira .. jo bara nóg að gera í vinnunni og öðru sem maður er að dunda sér við ... ja er að fara smíða eitt tvíbreytt rúm í viðbót .. ja nágrana stelpan vill fá eitt "Made by Skarpi" . Hún segir að það sé svo gott að liggja í rúminu mínu svo hún vill fá eitt svipað .. ja svo þetta verður þá rúm nr. 7 sem ég smiða.. jæja ættli ég skrifi nokkuð meira í bili og bið bara að heilsa öllum ...

Sjáumst ..Skarpi ...

PS .. þið sem skoðið síðuna mína megið allveg skrifa "comments"

Ummæli:
Loksins kom blogg frá þér:o)
Sjáumst á fimmtudag.....eða föstudag
kv
Sys
 
"COMMENTS" (meina, kommon, þú sagðir að við ættum að skrifa þetta!!!)
Kveðjur gamli og eigðu góða ferð á heimaslóðir...
 
Takk fyrir innlitið á sunnudaginn
Alltaf gaman að sjá þig þegar þú kemur á klakan
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]