fimmtudagur, september 29, 2005

ja sko ...
hvað haldiði .. þjófar í dag .. allveg ótrúlegir... ja það var stolið úr bílnum mínum á aðfaranótt mánudags hérna úti á plani hjá mér .. svosem ekki verðmiklu sem var stolið .. hátalaraboxi sem ég fékk a tilboði í fyrrasumar.. svo ég er buin að smíða mér annað betra og stærra .. en það verður skrúfað niður í bíllinn , en þetta var svosem ekki það merkilega .. ja Hann/ þeir sem tóku hátalaraboxið hafa ekki verið þyrstir þvi það lágu 3 bjórar í sætinu fyrir framan sem þeir létu vera og svo var ekki hreyft við öðru .. .
Svo Núna til að verða meira var við umgang hérana á lóðini hjá mér, hef ég tengt dyrabjöllu við útiljósin hjá mér svo það heyrist "ding dong " ef þau kveikna um miðja nótt svo þá sprettur maður bara fram og út ...
JÆJA svo er maður byrjaður í "ræktini" púhhaa ... ja og harfsperrur í maganum dagana á éftir .. en það lagast allt .. vona ég ... hehe...
jæja að sinni

mánudagur, september 26, 2005

jæja ... þá er komið að því ... best að skrifa aðeins hérna eins og síðast var lofað ....
ja maður er en að koma sér i gang eftir viku frí á íslandi .. ja vann á föstudagin og svo lika svart um helgina ... jaja maður verður að geta borgað allt þessa reikninga sem detta inn um bréfaluguna .. er mikið að pæla í að líma hana aftur eða setja miða á hana með texta um að ég vilji ekki rukkanir .. ja fékk reikning fyrir þvi að hann var hérna um daginn að leita af lekanum hjá mér .. ca 33000 ikr en oka píparinn skrifaði ekkert á það sem hann gerði .. eða þá að hann bíði með það og sendi mér feitan reikning seina .. hehe....
ja svo þarf maður að drifa sig nuna að klára allt utanhús (mála glugga og þakkant) áður en það vetrar hérna ... og svo þarf ég lika að fara huga að því að setja upp brenniofnin í bílskúrnum svo það verði heitt þar í vetur þegar maður kemur með "hjólið" og fer að dudda í því .. hehe...
og svo er ég búin að setja inn myndir á "hina síðuna" og er linkur hérna við hliðina ...
Kveðja Skarpi

fimmtudagur, september 22, 2005

JÆJA JÁ..
Loksins komin heim eftir ferða lagið til íslands.. Bara hin besta ferð þó maður hafi verið að fara í jarðaför ömmu ... en þetta gekk allt eins og í sögu og var bara falleg jarðaför með viðstöddum mörgum ættingjum og vinum .. og má segja að þarna hafi maður hitt miklu fleiri ættingja en á einhverju "ættarmóti" ... jo og veðrið lék við okkur þarna fyrir vestan og má segja alla þessa viku sem ég var á íslandi þótt kalt hafði verið svona ca 0 til 6°c hiti á dagin en stilt og sólríkt veður ...
Svo eftir að ég kom suður frá jarðaförini fór í norður á Húsavík að heimsækja góða vinkonu mína sem er má segja nýflutt þangað og var ég hjá þeim mæðgum í 2 nætur og var það bara mjög gott og fékk að sofa út og slappa af ....TAKK LINDA
ja svo varstefnan tekin suður og svo út til DK í dag en auðvitað þurftu Flugleiðir að vera með seinkanir .. er það ekki bara vanin hjá þeim.. þó það hafði bara verið 15 min seinkun var það akkurat þessar 15 mín sem ég þurfti til að ná lestini hingað til Kliplev svo ég neydist til að bíða í Köben í 2 tíma eftir næstu lest .. ja kom svo sem ekki mikið að sök og labbaði ég inn á ráðhústorgið og setist þar niður meðal allra dúfna sem er þar .... hehe ja og annara "túrhesta" sem vöru þarna .. hehe...
ja og þeir vinir sem ég ekki heimsókti á íslandi í þessari för minni verða bara að fyrirgefa það að ég kíkti ekki við ..SORRY .. en maður verður bara að reyna betur næst hvenær svo sem það verður ....
Svo fékk ég smá ábendingar með þessa "blogsíðu" ja auðvitað nennir fólk ekki að skoða hana ef ég er latur með að skrifa ... og lika annað ég hef sagt að ég hafi aðra heimasíðu þar sem ég er með myndir inni á og hef sagt að fólk geti kíkt þangað .. en það vantaði hjá mér "link" inn á hana hérna svo ég bæti úr því og lika á hinni síðuni þó hún sé á dönsku þá er þó hægt að skoða myndirnar ... á íslensku ... hehe...
svo ég verð víst að bæta mig í skriftum og myndatökum .. og sé það lika að ég verð að fara útvega mér betri myndavél,,, hef verið að nota mikið bara GSM síman en þar eru myndgæðin ekki til að hrópa húrra fyrir og svo þessi Digitalvél sem ég er með frá vinnuni ... á að vera 3,5 Mpixl en stórefast um það ...svo þetta er að verða "most" ...
jæja læt þetta duga að sinni
Kveðja Skarpi

sunnudagur, september 11, 2005

jæja þá er komið að þ´vi að maður setjist niður og skrifi aðeins hérna enda orðið svolitið síðan maður hefur skrifað eitthvað af viti ...
ja hvar skal maður byrja .. jo ég hef verið að mála húsið mitt að utan,: þak,veggi, glugga, hurðir og annað sem því fylgir. husið fékk ljósgrán lit í stað þess ljósbláa og svart var sullað á þakið, svo hvítt á glugga og hurðir .. en svo setti ég dökkgrána lit a´sökkulin og súlunar framan á husinu og lika á gluggakistur ... ja þetta kemur bara vel út og voru nágrananir mjög ánægðir með þessa framtakssemi í mér og stoppuðu oft fyrir utan húsið og spjölluðu við' mig meðan ég var að mála gluggana og framhliðina.. ja og ekki hafa þeir verið iðnir við að spjalla við mig svo það var eitthvað nýtt...
ja svo átti ég jú þarna afmæli í vikuni .. bara 30 +10 ára svo það er víst merkur áfangi útaf fyrir sig .. og hélt ég smá kvöldkaffi fyrir vini og vinnufélaga og svo auðvitað fékk maður pakka eins og sönnu afmælisbarni sæmir .. hehe.... en blessuð amma mín kvadi þessa veröld sama dag og ég átti afmæli ... svo ég er að fara til íslands nuna á fimmtudag til af fara í jarðarför hennar vestur í Ögri og verður hun jörðuð þar við hliðina á afa á laugardaginn..
ja og svo maður ætlar að reyna nota ferðina lika til að kikja á vini og ættingja í leiðini en sumir verða þó að afsaka það ef maður hefur ekki tíma til að koma við hjá þeim því það tekur simm tíma að fara vestur og suður aftur og svo stoppar maður stutt þetta skiptið á íslandi ...
ja svo hvað meira .. jo bara nóg að gera í vinnunni og öðru sem maður er að dunda sér við ... ja er að fara smíða eitt tvíbreytt rúm í viðbót .. ja nágrana stelpan vill fá eitt "Made by Skarpi" . Hún segir að það sé svo gott að liggja í rúminu mínu svo hún vill fá eitt svipað .. ja svo þetta verður þá rúm nr. 7 sem ég smiða.. jæja ættli ég skrifi nokkuð meira í bili og bið bara að heilsa öllum ...

Sjáumst ..Skarpi ...

PS .. þið sem skoðið síðuna mína megið allveg skrifa "comments"

þriðjudagur, september 06, 2005

HÆHÆHÆHÆH

Ég á afmæli í dag .... jeje ... en varð bara 30 +10 ára .. hehe..

og svo annað kanski ekki eins skemmtilegt ...
Rúna amma dó í morgun blessuð konan .. ja blessuð sé mining hennar...

svo ég skrifa bara meira fljótlega ...
hafið það gott og passið ykkur ..

Kveðja Skarpi "gammli"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]