fimmtudagur, september 22, 2005

JÆJA JÁ..
Loksins komin heim eftir ferða lagið til íslands.. Bara hin besta ferð þó maður hafi verið að fara í jarðaför ömmu ... en þetta gekk allt eins og í sögu og var bara falleg jarðaför með viðstöddum mörgum ættingjum og vinum .. og má segja að þarna hafi maður hitt miklu fleiri ættingja en á einhverju "ættarmóti" ... jo og veðrið lék við okkur þarna fyrir vestan og má segja alla þessa viku sem ég var á íslandi þótt kalt hafði verið svona ca 0 til 6°c hiti á dagin en stilt og sólríkt veður ...
Svo eftir að ég kom suður frá jarðaförini fór í norður á Húsavík að heimsækja góða vinkonu mína sem er má segja nýflutt þangað og var ég hjá þeim mæðgum í 2 nætur og var það bara mjög gott og fékk að sofa út og slappa af ....TAKK LINDA
ja svo varstefnan tekin suður og svo út til DK í dag en auðvitað þurftu Flugleiðir að vera með seinkanir .. er það ekki bara vanin hjá þeim.. þó það hafði bara verið 15 min seinkun var það akkurat þessar 15 mín sem ég þurfti til að ná lestini hingað til Kliplev svo ég neydist til að bíða í Köben í 2 tíma eftir næstu lest .. ja kom svo sem ekki mikið að sök og labbaði ég inn á ráðhústorgið og setist þar niður meðal allra dúfna sem er þar .... hehe ja og annara "túrhesta" sem vöru þarna .. hehe...
ja og þeir vinir sem ég ekki heimsókti á íslandi í þessari för minni verða bara að fyrirgefa það að ég kíkti ekki við ..SORRY .. en maður verður bara að reyna betur næst hvenær svo sem það verður ....
Svo fékk ég smá ábendingar með þessa "blogsíðu" ja auðvitað nennir fólk ekki að skoða hana ef ég er latur með að skrifa ... og lika annað ég hef sagt að ég hafi aðra heimasíðu þar sem ég er með myndir inni á og hef sagt að fólk geti kíkt þangað .. en það vantaði hjá mér "link" inn á hana hérna svo ég bæti úr því og lika á hinni síðuni þó hún sé á dönsku þá er þó hægt að skoða myndirnar ... á íslensku ... hehe...
svo ég verð víst að bæta mig í skriftum og myndatökum .. og sé það lika að ég verð að fara útvega mér betri myndavél,,, hef verið að nota mikið bara GSM síman en þar eru myndgæðin ekki til að hrópa húrra fyrir og svo þessi Digitalvél sem ég er með frá vinnuni ... á að vera 3,5 Mpixl en stórefast um það ...svo þetta er að verða "most" ...
jæja læt þetta duga að sinni
Kveðja Skarpi

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]