mánudagur, október 31, 2005

Einu sinni var gamall prestur sem var kominn með nóg af því að fólkið í
sókninni hans var alltaf að játa framhjáhöld í ritningarstólnum.
Einn sunnudaginn í messu sagði hann "Ef að ég heyri eina manneskju enn
játa framhjáhald þá hætti ég!"
Öllum líkaði vel við prestinn svo að þau fundu uppá leyniorði. Ef
einhver þyrfti að játa framhjáhald þá myndi hann segja í staðinn að hann hefði
dottið.
Þetta virtist vera ásættanlegt fyrir prestinn og gengu hlutirnir vel
þangað til að presturinn lést af elli.
Nokkrum dögum eftir að nýji presturinn kom fór hann á fund hjá
bæjarstjóranum, mjög áhyggjufullur.
"Bæjarstjóri, þú verður að gera eitthvað í þessu með gangstéttarnar
hérna.
Þegar að fólk kemur í ritningarstólinn minn þá segja þau öll að þau hafa
dottið!"
Bæjarstjórinn áttaði sig á því að enginn í bænum væri búinn að segja
honum frá leyniorðinu og byrjaði að skellihlægja. En áður en að hann gat
útskýrt þetta benti presturinn reiðilega á hann og sagði:
"Ég skil ekki í afhverju í ósköpunum þú ert að hlægja, konan þín er búin að detta þrisvar sinnum í
þessari viku!"
Við erum nú bara ekki í svo slæmum málum....... er það ???

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]